RTT

Árangursrík dáleiðslumeðferð

RTT er mjög árangursrík dáleiðslumeðferð. Þar er unnið með undirmeðvitundina og skjólstæðingum hjálpað til við að leysa upp gömul mynstur sem hindra vellíðan og árangur í lífinu.

RTT stendur fyrir Rapid Transformational Therapy. Meðferðin er þróuð af Marisu Peer og samanstendur af mörgum jákvæðum þáttum: Dáleiðslu, NLP (Neuro Linguistic Programming), sem hjálpar okkur að skilja samspil andlegra og líkamlegra þátta, og hugrænni atferlismeðferð.

Æskilegast að vinna með einstaklinginn á staðnum en það er vel hægt að vinna með RTT á Scype ef skjólstæðingurinn kemst ekki í tíma..  Það gerir þeim kleift sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu að nota sér þessa þjónustu.  Eftir tímann fær skjólstæðingurinn svo upptöku með sér he,im eða fær hana senda, til að hlusta á í ákveðinn tíma.

Á upptökunni er sérstaklega unnið með það sem unnið var með með í tímanum.

Misjafnt er eftir viðfangsefnum hvað fólk kemur oft, einu sinni upp í þrisvar sinnum.

Algeng viðfangsefni eru kvíði, þunglyndi, svefnleysi, flughræðsla, sviðsskrekkur, migreni og fleira.

Verð fyrir þjónustu

Rapid Transformational Therapy

90 min 10000 kr Bókaðu núna