Tælenskt nudd er ætlað að auðvelda flæði orku um líkamann. Viðtakandi er í bol og léttum bómullabuxum á meðan meðferð stendur eða getur mætt í léttum klæðnaði.
Viðkomandi liggur á stórum lágum bekk eða á dýnu á gólfi.
Nuddari notar olboga, fætur og þunga líkama síns til að þrýsta á punkta og teygja á viðkomandi.
Í tælensku nuddi eru tíu orkubrautir tilgreindar og á þeim eru mikilvægir orkupunktar sem ná til allra líffæra. Með því að nudda þessa punkta er hægt að meðhöndla hina ýmsu sjúkdóma og lina sársauka. Truflanir á orkustreymi líkamans leiða til sjúkdóma.
Nuddið losar þessar stíflur, örvar flæði lífsorkunnar og endurnærir líkama og sál. Ólíkt vestrænu nuddi snýst tælenskt nudd ekki bara um líkamann sjálfan heldur einnig hinn svokallaða orkulíkama. Í vestrænu nuddi eru vöðvarnir nuddaðir en í tælensku nuddi er þrýst á orkupunkta í staðinn. Mikið erum teygjur.
Heildrænt Tælenskt nudd er 2 tímar
Boðið er upp á:
Stakur tími 9000kr
3 tíma kort 24.000kr ( virkar ekki um helgar)