MEÐFERÐARAÐILI

Kírópraktík

Efnisyfirlit    Önnur nöfn    Stutt yfirlit

Efnisyfirlit

Önnur nöfn

Stutt yfirlit

Hvernig virkar meðferðin?

Hvernig fer meðferðin fram og við hverju má búast?

Við hverju hentar meðferðin?

Hvernig á að velja meðhöndlara?

Möguleg vandamál og aukaverkanir

Önnur nöfn

Íslenska: Hnykkingar
Enska: Chiropractic, chiropractic medicine

Stutt yfirlit

Kírópraktík er líkamsmeðhöndlun sem leggur megin áherslu á að hnykkja  hryggsúlu og önnur liðamót til að koma jafnvægi á og lækna stoðkerfi.

Hnykkingar voru stundaðar fyrir mörg þúsund ár í Egyptalandi og Kína.  Upphafsmaður kírópraktík er Bandaríkjamaðurinn Daniel David Palmer sem  var kaupmaður og heilari. Árið 1895 læknaði D.D. Palmer heyrnaleysi hjá  manni sem hafði verið heyrnalaus í 17 ár með því að hnykkja hann. Þetta  er almennt talið til upphafs kírópraktík. D.D. Palmer stofnaði fyrsta  kírópraktikskólann árið 1897 og hélt áfram að þróa kírópraktík og  hugmyndafræði hennar sem enn í dag er grundvöllur nútíma kírópraktík.

Hvernig virkar meðferðin?

Grundvallar hugmyndafræði kírópraktora er að skakkir hryggjarliðir  þrýsta á nærliggjandi taugar (sem liggja frá mænu) sem geta þá ekki  gefið eins skilvirk taugaboð til viðkomandi vöðva og líffæra sem getur  valdið vandamálum. Með því að hnykkja hryggjarliðina og leiðrétta þá  léttir á þrýstingi á taugum og í kjölfarið endurheimtist heilbrigð  starfsemi vöðva og líffæra sem viðkomandi taug gefur boð til.

Hvernig fer meðferðin fram og við hverju má búast?

Til að gera sér grein fyrir því hvernig kírópraktík tími fer fram þá er  hægt til einföldunar að segja að það séu til tveir hópar af  kírópraktorum. Annar hópurinn eru þeir sem stundum eru kallaðir  “hreinir” (straigth) kírópraktorar sem fylgja upprunalegu  hugmyndafræðinni að hnykkja nánast einungis hryggjarsúlu til að  meðhöndla vandamál. Hver meðhöndlun hjá þessum hópi af kírópraktörum eru  stuttir, einungis nokkrar mínútur þar sem í flestum tilfellum er hnykkt  á háls, brjóstbaki og lendarbaki. Þeir sem falla undir þennan hóp eru  gjarnan menntaðir í Bandaríkjunum. Hinn hópurinn er oftast kallaðir  “blandaðir” (mixers) kírópraktórar, en þeir nota gjarnan aðrar meðferðir  samhliða því að hnykkja eins og nudd eða nálastungur sem dæmi. Hver  meðhöndlunartími hjá þessum hópi er yfirleitt á bilinu 15-30 mínútur.  Algengara er að þessi blandaða kírópraktík meðferð sé kennd í Evrópu.

Hjá báðum hópum er upphafstíminn lengri, sem varir yfirleitt á milli  30-60 mínútur og fer kírópraktorinn yfir sjúkrasöguna þína og framkvæmir  skoðanir á stoðkerfi. Sumir kírópraktorar taka alltaf röntgenmynd í  fyrsta tíma sem hluta af grunnskoðun, þetta er algengara hjá hinum  “hreinu” kírópraktorum. Þeim fer fækkandi sem nota þessa aðferð þar sem  kíropraktíksamtök hafa mælt á móti reglubundnum röntgenmyndatökum.

Til að byrja með mæla kírópraktorar með því að hafa stutt millibil  milli meðhöndlunartíma og þá mæta 2-5 sinnum í viku í fáar vikur og svo  fækkar meðhöndlunartímum í hverri viku þangað til vandamál er leyst. Í  sumum tilfellum leysast vandamál með einni heimsókn til kírópraktors.

Eins og með allar meðferðir er árangur mismunandi og engin trygging er fyrir árangri.

Við hverju hentar meðferðin?

Kíropraktíkmeðferð hentar við margvíslegum stoðkerfavandamálum. Hún  hefur reynst árangursrík við við bráða- og þrálátum bak- og hálsverkjum,  höfuðverkjum, mígreni og fleiri stoðkerfaverkjum.

Hvernig á að velja meðhöndlara?

Kírópraktorar eru löggild heilbrigðisstétt og má samkvæmt lögum engin  kalla sig kírópraktor nema hafa lokið tilskyldu kírópraktornámi og hafa  fengið löggildingu frá Landlæknisembættinu.

Kírópraktorar þurfa að ljúka 4-5 ára námi í kírópraktíkskóla og útskrifast með gráðuna doctor of chiropractic (D.C.).

Ef þú óskar eftir að fá meðhöndlun frá annað hvort “hreinum” eða  “blönduðum” kírópraktor þá getur þú hringt á undan þér og spurt hversu  langur hver meðhöndlunartími er, hvort teknar séu röntgenmyndir og hvort  notaðar séu einhverjar aðrar aðferðir samhliða hnykkjum.
Fólk skal varast meðhöndlara sem lofa árangri eða gefa upp ákveðin  árangur t.d. eftir svo og svo margar meðhöndlanir þá mun þetta X ástand  vera svona breytt.

Á Íslandi er starfandi Kírópraktorafélag Íslands.

Möguleg vandamál eða aukaverkanir

Hnykkingar er tiltölulega öruggt meðhöndlunarform sem hefur þó nokkrar  mögulegar hættur í för með sér. Í fyrsta lagi er hætta á áverkum á  hálsæð þegar efstu hálsliðir eru hnykktir sem getur valdið  heilablóðfalli og þar af leiðandi lömun, blindu eða jafnvel dauða. Þetta  er mjög sjaldgæft og tölfræðilegar líkur á að þetta gerist eru verulega  litlar. Önnur hætta er ef veikleiki er í beinum, t.d. sökum krabbameins  í beinum eða beinþynningu, getur hnykkur brákað eða brotið bein.  Kírópraktorar hafa fengið ýtarlega menntun í að taka sjúkrasögu og  þekkja einkenni þess ef hætta er á ofansögðum aukaverkunum og því ekki  framkvæma hnykki á fólki sem falla undir þennan hættuflokk. Fyrir þessa  ástæðu er mikilvægt að fólk láti ekki meðhöndlara sem hafa ekki verið  menntaðir í hnykkjum hnykkja sig, sérstaklega ekki hálsliði. Þeir sem  hafa tekið ýtarlegt nám í hnykkjum eru kírópraktorar, osteópatar og  sjúkraþjálfarar sem hafa lokið manual therapist aukanámi.

Heimildir

www.wholehealthmd.com
www.cancer.org
Glósur frá Haraldi Magnússyni osteópata