MEÐFERÐARAÐILI

Hómópatía

Efnisyfirlit    Önnur nöfn    Stutt yfirlit

Efnisyfirlit

Önnur nöfn

Stutt yfirlit

Hvernig virkar meðferðin?

Hvernig fer meðferðin fram og við hverju má búast?

Við hverju hentar meðferðin?

Hvernig á að velja meðhöndlara?

Möguleg vandamál og aukaverkanir

Önnur nöfn

Íslenska: smáskammtalækningar

Enska: homeopathy, homeopathic medicine

Stutt yfirlit

Hómópatía er viðamikið lækniskerfi sem byggir á hugmyndinni að “líkt  læknar líkt”, ef stór skammtur af efni veldur einkennum þá mun lítill  skammtur af sama efni lækna þau einkenni. Hómópatalyf, sem kallast  remedíur, eru búnar til með því að nota innihaldsefni plantna, dýra eða  steinefna sem eru sett í alkahól. Þessi blöndur eru síðan verulega  þynntar út þangað til að sá styrkleiki sem óskað er eftir er náð.

Sumar af þeim hugmyndum sem hómópatía er byggð á ná aftur til tíma  forn Grikkja. Á 17. öldinni sagði Paracelsus sem er einn af  upphafsmönnum lyflækninga og oft nefndur faðir eiturefnafræðarinnar að  smáir skammtar af “það sem gerir manninn veikan læknar hann líka”. En  það var þýski læknirinn og efnafræðingurinn Samuel Hahnemann (1755-1843)  sem gaf hómópatíu nafn sitt og þróaði hugmyndafræði hennar rétt við  aldamótin 1800. Árið 1810 gaf hann út bókina The Organon of the Healing  Art sem er grunnurinn af nútíma hómópatíu.

Upphafið er rakið til þess að Hahnemann tók in cinchona sem er unnið  úr berki Kínatrésins við meltingarvandamáli og tók eftir því að það  framkallaði einkenni sem voru eins og einkenni malaríu. Þá var þekkt að  cinchona gæti læknað malaríu. Þetta varð forsendan fyrir kenningum  Hahnemanns “það sem getur myndað ákveðin einkenni í heilbrigðum  einstaklingi getur læknað sjúkan einstakling sem þjáist af sömu  einkennum”. Þetta varð síðar að lögmálinu “líkt læknar líkt”.

Hómópatía hefur vaxið og dafnað og nú yfir 200 árum seinna er hún  notuð um allan heim af óhefðbundnum meðferðaraðilum sem og læknum.

Homeopathy kemur frá grísku frá orðunum homois sem þýðir “líkt” og pathos sem þýðir “þjáning”

Hvernig virkar meðferðin?

Hómópatía byggir á hugmyndafræði sem er að flestu leyti í andstöðu  við nútímalækningar. Í fyrsta lagi eru sjúkdómseinkenni samkvæmt  hómópatíu talin orsakast ef kerfi líkamans sem viðhalda jafnvægi og  heilsu eru í ójafnvægi. Hómópatía styður heilunarkerfi líkamans aftur  til jafnvægis með því að gefa örlitla skammta af efnum sem myndi í  heilbrigðu fólki mynda einkenni sem væru þau sömu og verið er að vinna  bug á. Í öðru lagi er kúnninn meðhöndlaður í klassískri hómópatíu sem  ein heild þar sem andlegir, líkamlegir og genatískir þættir sem og  persónuleiki viðkomandi eru teknir inn í myndina við greiningu og  meðhöndlun viðkomandi. Í þriðja lagi er atriði lögmálið um lágmarks  skammta sem er mikilvægt innan hómópatíu. Því veikari sem blandan er því  öflugri er remedían. Þetta atriði er gagnrýnt af nútímalækningum sem  trúa á efnavirkni lyfja. Nýlegar uppgötvanir í eðlis- og efnafræði eru  farnar að varpa ljósi á hvernig hómópatalyf virka.

Gagnrýnendur hómópatíu segja að virkni hennar sé einungis vegna  lyfleysuáhrifa, þ.e. að meðferðin virkar einungis vegna þess að  viðkomandi trúir að hún muni virka. Rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi  hómópatíu á dýrum og plöntum (sem augljóslega trúa ekki meðferðir), auk  þess sem rannsóknir á mönnum hafa sýnt fram á árangur umfram  lyfleysuáhrif. Í einni samantektarrannsókn þar sem greindar voru 89  rannsóknir sem notuðu lyfleysur til samanburðar sýndi fram á að  hómópatísk meðferð væri 2,45 sinnum áhrifameiri en lyfleysa. Hómópatía  er enn gagnrýnd fyrir að virkni hennar er einungis vegna lyfleysuáhrifa  og rannsóknir stangast á varðandi það.

Hvernig fer meðferðin fram og við hverju má búast?

Í byrjun mun hómópatinn taka ýtarlega sjúkrasögu þar sem spurt er út í  fyrirliggjandi vandamál og áhrif þess á andlega, líkamlega og  tilfinningalega líðan, einnig er jafnvel spurt út í hvernig ytri  aðstæður eins og raki, hiti og kuldi hafa áhrif á einkenni. Að viðtalinu  loknu velur hómópatinn remedíur sem hæfa vandamálinu. Remedíurnar gætu  verið gefnar sem töflur, krem, vökvi eða í úðaformi.

Í tilviki einfaldra meðhöndlana mun þessi eina heimsókn duga til að  finna lausn á vandamálinu á meðan í flóknari vandamálum er þörf á fleiri  heimsóknum til að gefa nýjar remedíur í samræmi við breytingar á  einkennum vandamáls.

Eins og með allar meðferðir er árangur mismunandi og engin trygging er fyrir árangri.

Við hverju hentar meðferðin?

Hómópatía er viðeigandi fyrir fjöldann öllum af líkamlegum og  andlegum vandamálum, eins og hormónatruflunum, meltingarvandamálum,  stress og þunglyndi, svefnvandamálum, tíðarvandamálum, húðvandamálum og  svo mætti lengi telja.

Hómópatía er einnig hentug sem sjálfshjálpartæki við ýmsum vægum  bráðavandamálum sem þarfnast ekki læknishjálpar. Sem dæmi er Arnica  hjálpleg við áföllum, meiðslum og áverkum, Ignatia amara fyrir sorg og  missir nákomins, Arsenicum fyrir magakveisu og Nux Vomica fyrir þá sem  eru komin á ystu nöf vegna vinnuálags og finna fyrir verulegum pirring  sökum þess.

Hvernig á að velja meðhöndlara?

Hægt er að læra hómópatíu á Íslandi í gegnum Íslandsdeild The College  of Practical Homoeopathy og eru flestir hómópatar á Íslandi lærðir frá  þeim skóla. Einnig hafa nokkrir hómópatar tekið nám sín erlendis.  Hómópatanám er að minnsta kosti 3 ára nám.

Vertu viss um að meðferðaraðilinn sem þú leitar til sé fulllærður  hómópati því algengt er að meðferðaraðilar noti hómópatíu án þess að  hafa viðeigandi menntun á því sviði.

Organon er fagfélag hómópata á Íslandi.

Fólk skal varast meðhöndlara sem lofa árangri eða gefa upp ákveðin  árangur t.d. eftir svo og svo margar meðhöndlanir þá mun þetta X ástand  vera svona breytt.

Möguleg vandamál eða aukaverkanir

Hómópatía er mjög öruggt meðferðarform þar sem remedíur hafa ekki alvarlegar aukaverkanir í för með sér.

Ekki skal halda áfram að taka remedíur eftir þau einkenni sem þeim  var ætlað að lækna eru farin eða meðferðin hefur ekki skilað árangri  innan viku.

Heimildir

www.wholehealthmd.com

www.cancer.org

www.homopatar.is

www.wikipedia.com – Samuel Hahnemann

www.wikipedia.com – homeopathy