Efnisyfirlit Önnur nöfn Stutt yfirlit
Hvernig fer meðferðin fram og við hverju má búast?
Hvernig á að velja meðhöndlara?
Möguleg vandamál og aukaverkanir
Íslenska: grasameðferð, jurtalækningar
Enska: herbalism , botanical medicine, medical herbalism, herbal medicine, herbology, and phytotherapy
Í grasalækningum notar grasalæknir jurtir til lækninga. Jurtirnar er hægt að taka í mismunandi formum, hægt er meðal annars að borða þær ferskar, nota þær þurrkaðar í te, setja tinktúrur í vökva og svo framvegis. Með notkun jurta leitast grasalæknirinn að styrkja eigin heilunarmátt einstaklingsins til að endurheimta heilbrigði sitt.
Grasalækningar eru án efa elsta lækningaaðferð mannsins. Hún hefur verið notuð af flestum fornum samfélögum að einhverju leyti og heimildir benda til þess að neanderdalsmaðurinn hafi notað jurtir fyrir 60.000 árum síðan. Einnig hafa rannsóknir á hegðun dýra, þar með talið apa, sýnt að mörg dýr leita í jurtir sem eru ekki hluti af mataræði þeirra þegar þau veikjast og dýr virðast nota mismunandi jurtir við mismunandi veikjum. Þannig að það lýtur út fyrir að við höfum verið að nota jurtir til lækninga allt aftur í tímann þegar við vorum enn apar.
Eins og læknir gefur lyf sem hefur ákveðna virkni gagnvart sjúkdóm gefur grasalæknir jurtir til að styrkja ákveðin líffæri eða líffærakerfi. Jurtir innihalda virk efni sem hafa áhrif á líkamsstarfsemi og geta bætt hana.
Þó svo að notkun á jurtum er byggð á mörg þúsund ára reynslu þeirra við hinum ýmsu sjúkdómum þá eru nútímavísindin búin að staðfesta virkni verulegs fjölda jurta við hinum ýmsu kvillum. Yfirleitt eru rannsóknir að staðfesta virkni jurta sem grasalæknar hafa ávallt vitað.
Grasalæknir tekur ýtarlegt viðtal þar sem fyrirliggjandi vandamál er tekið fyrir auk þess sem farið er í sjúkrasögu einstaklingsins. Með þessu er grasalæknirinn ekki að reyna að sjúkdómsgreina þig heldur er hann að leita að vanvirkni í hinum ýmsu líffærakerfum. Tilgangurinn er ekki að meðhöndla einkennin heldur að ráða bót á vandanum eins nálægt upprunanum og hægt er.
Þegar grasalæknirinn hefur lokið við greiningarferlið gefur hann/hún þér jurtir til að ráða bót á vandanum. Jurtirnar geta verið í belgjum, tinktúrum, smyrslum eða þurrkaðar jurtir til að nota í te.
Eins og með allar meðferðir er árangur mismunandi og engin trygging er fyrir árangri.
Grasalækningar henta fyrir flest öllum vandamálum sem þú myndir fara til læknis fyrir, eins og hormónatruflanir, meltingarvandamál, stress og andleg vandamál, svefnvandamál, tíðarvandamál, húðvandamál og svo mætti lengi telja.
Á Íslandi er heitið grasalæknir ekki verndað starfsheiti þannig að hver sem er getur notað það starfsheiti. Menntaðir grasalæknar taka margra ára nám í grasalækningum og útskrifast með gráður eins og dip. phyt, B.Sc. eða M.Sc. Einnig eru grasalækningar hluti af öðrum námum eins og hefðbundnum kínverskum lækningum, ayurvedískum lækningum og náttúrulækningum.
Fólk skal varast meðhöndlara sem lofa árangri eða gefa upp ákveðin árangur t.d. eftir svo og svo margar meðhöndlanir þá mun þetta X ástand vera svona breytt.
Grasalæknar hafa ekki stofnað fagfélag hér á landi.
Alveg eins og með lyf geta jurtir haft aukaverkanir, allt frá mjög mildum til að valda dauða. Dauðsföll stafa yfirleitt af neyslu viðvaninga á eitruðum jurtum. Rannsóknir á jurtum og sérstaklega þegar þær eru bornar saman við lyf sýna að einn kostur jurta er hversu fáar aukaverkanir þær hafa.
Aukaverkanir geta verið margvíslegar, ef þú færð eitthvað sem þú telur geta verið aukaverkanir af notkun jurta þá skaltu segja grasalækninum frá því sem gerir viðeigandi ráðstafanir.
www.wholehealthmd.com
Bæklingur frá The National Institute of Medical Herbalists
Glósur frá Haraldi Magnússyni osteópata