Önnur nöfn
Stutt yfirlit
Hvernig virkar meðferðin?
Hvernig fer meðferðin fram og við hverju má búast?
Við hverju hentar meðferðin?
Hvernig á að velja meðhöndlara?
Íslenska: Alexanderskennsla
Enska: Alexander technique
Alexanderstækni byggir á því að bæta hreyfingar og stöðu einstakra líkamshluta með það að markmiði að bæta líkamsstöðuna, minnka spennu og nota líkamann á skilvirkari máta. Markmiðið er að eyða slæmum líkamlegum ávönum eins og að sitja hokinn og skipta þeim út fyrir betri ávönum (líkamsstöðum).
Upphafsmaður þessarar tækni er Ástralinn F. Matthias Alexander sem var leikari. Á tímabili var Alexander í vandræðum með hæsi sem erfitt var að finna lækningu fyrir. Hann tók eftir því að líkamsstaðan hans hafði áhrif á hæsið og upp úr því vann hann að því að bæta líkamsstöðu sína sem leiddi til þess að hæsið hvarf. Alexander hélt áfram að þróa þessi tækni og í kringum 1896 var Alexanderstæknin tilbúin. Varð þessi meðferð vinsæl hjá leikurum og listamönnun og síðar meir sem meðferð fyrir ýmsum stoðkerfakvillum.
Hugmyndafræðin á bakvið Alexanderstæknina er að rétt staða á milli höfuðs, háls og hryggjarsúlu er undirstaða fyrir góða líkamsstöðu, öndun og hreyfingu og þar af leiðandi góðrar heilsu.
Ef líkamsstaðan er ekki rétt getur það valdið spennu í vöðvum og vandamálum með öndun og hreyfingu.
Í fyrsta tíma mun alexanderskennarinn spyrja þig út í það vandamál sem þú vilt fá leyst eða bætt. Síðan mun hann/hún fylgjast með hvernig þú framkvæmir almennar hreyfingar eins og labba, standa, sitja, liggja og beygja þig.
Því næst mun alexanderskennarinn leiðbeina þér að bæta líkamsstöðuna, bæði með því að gefa þér leiðbeiningar og leiðbeina líkamanum í betri stöður. Gefin eru ráð til að nýta sér leiðbeiningarnar í dagsdaglegu lífi til að byggja upp betri ávana með líkamsbeitingu.
Alexanderskennarinn gæti beðið þig um að mæta til dæmis með hljóðfærið eða tennissspaðann þinn til að skoða hvernig líkamsstaðan er þegar þú beitir þessum verkfærum í starfi eða tómstundum.
Dæmigert er að fólk finni á nokkrum tímum að líkamsstaðan sé betri, líkamsvitund meiri, aukin samhæfni, minni spenna og auðveldara sé að beita líkamanum.
Eins og með allar meðferðir er árangur mismunandi og engin trygging er fyrir árangri.
Alexanderstækni er vinsæl meðal söngvara, leikara og dansara, auk þess sem hún hentar vel fyrir fólk með þrálát stoðkerfavandamál eins og háls- og bakverki, slitgigt, vefjagigt og mígreni.
Alexanderskennarar þurfa að fara í gegnum 3 ára skólanám og fullærðir kennarar eiga að geta sýnt fram á útskriftarskírteini.
Alexanderskennarar á Íslandi hafa ekki stofnað fagfélag og eru ekki meðlimir í Bandalagi íslenskra græðara.
Fólk skal varast meðhöndlara sem lofa árangri eða gefa upp ákveðin árangur t.d. eftir svo og svo margar meðhöndlanir þá mun þetta X ástand vera svona breytt.
Möguleg vandamál eða aukaverkanir
Alexanderstækni er hættulaus meðhöndlun sem hentar öllum sem geta tekið á móti leiðbeiningum. Óléttum konum er einnig óhætt að nota meðferðina og hentar hún vel til að aðlaga líkamsstöðuna að síbreytanlegum líkama.